Stígur Rooney inn í hringinn?

Wayne Rooney gæti tekið þátt í hnefaleikabardaga.
Wayne Rooney gæti tekið þátt í hnefaleikabardaga. AFP/Niklas Hallen

Wayne Rooney er í viðræðum við fyrirtækið Misfits, sem heldur hnefaleikabardaga, um að taka þátt í slíkum. 

Misfits er í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar KSI, sem hefur verið að taka þátt í bardögum síðastaliðin ár. 

Nú er talið að Wayne Rooney vilji taka þátt í slíkum en hann hefur verið án starfs síðan að Birmingham sagði honum upp sem knattspyrnustjóra liðsins í byrjun árs. 

Rooney er flestum knattspyrnuáhugamönnum kunnugur enda einn besti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. En nú gæti Englendingurinn verið að taka þátt í nýrri íþrótt samkvæmt Daily Mirror. 

Viðræður eru hafnar og er Rooney sagður hafa áhuga á að taka þátt í einum viðburði. Misfits hefur haldið utan um fjölmarga hnefaleikabardaga með mismunandi samfélagsmiðlastjörnum, fyrrverandi MMA-bardagamönnum og öðrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert