Daninn tryggði United torsóttan sigur

Rasmus Höjlund stýrir boltanum í netið af bringunni.
Rasmus Höjlund stýrir boltanum í netið af bringunni. AFP/Glyn Kirk

Manchester United hafði betur gegn Luton, 2:1, í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Kenilworth Road í Luton í dag. 

Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar með 44 stig, þremur minna en Tottenham í fimmta og fimm minna en Aston Villa í fjórða. 

Leikurinn hófst með látum en eftir 37 sekúndur kom Höjlund United-liðinu yfir. Þá sendi Amari'i Bell, varnarmaður Luton, boltann á Höjlund sem slapp einn í gegn, fór framhjá Thomas Kaminski markverðir Luton og skoraði. 1:0. 

Höjlund var svo aftur á ferðinni á sjöundu mínútu er hann kom United í 2:0. Þá skaut Alejandro Garnacho í bringuna á honum og þaðan stýrði Höjlund boltanum í netið á skemmtilegan hátt. 

Carlton Morris minnkaði muninn fyrir Luton sjö mínútum síðar en upphafsmínútur leiksins voru rosalegar. 

Þá fylgdi hann á eftir skoti Tahith Chong og stangaði boltann í netið. 

Liðin skiptust á færum það sem eftir lifði leiks og var leikurinn mikil skemmtun. United-liðið fékk nokkur dauðafæri til að komast aftur tveimur mörkum yfir en fóru illa með færin. 

United-liðið er þá búið að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum og fjóra í ensku deildinni. Næst fær United Fulham í heimsókn en Luton heimsækir Liverpool í miðri viku. 

Luton 1:2 Man. United opna loka
90. mín. Luton fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert