„Ég er hættur að skilja þetta“

„Hann leit út eins og 2019 Salah,“ sagði Gylfi Einarsson þegar hann, Eiður Smári Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson ræddu knattspyrnumanninn Mohamed Salah í Vellinum á Símanum Sport. 

Salah kom til baka í liði Liverpool eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla og þátttöku í Afríkukeppninni með Egyptalandi. 

Egyptinn skoraði og lagði upp og var hreint út sagt frábær eftir að hafa komið inn á. 

„Þessi maður kemur inn á eftir að hafa tognað á læri og það er eins og hann sé fljótari en nokkrum sinnum fyrr. Ég er hættur að skilja þetta,“ sagði Tómas Þór en umræðan í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert