Gylfi: Gat ekki keypt sér mark fyrir tveimur mánuðum

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um frammistöðu Rasmus Höjlund, sóknarmanns Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu að undanförnu.

Eftir að hafa ekki skorað í fyrstu 14 deildarleikjum sínum hefur Höjlund skorað sjö mörk í síðustu sex deildarleikjum, þar af tvö gegn Luton Town í gær.

„Þetta var heppnisstimpill en þegar gengur vel þá er bara allt inni, meira að segja eitthvað svona.

Það er skotið í þig og inn eða þú ert að fá bolta sem þú átt ekki að vera að fá. Ég meina, gæinn gat ekki keypt sér mark fyrir tveimur mánuðum síðan,“ sagði Gylfi Einarsson.

Umræður Gylfa, Eiðs Smára Guðjohnsen og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert