Biðst afsökunar á að hafa gagnrýnt þyngd leikmanns

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Jonathan Nackstrand

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur beðið miðjumanninn Kalvin Phillips afsökunar á að hafa gagnrýnt hversu þungur hann væri eftir að hann sneri aftur til liðsins í kjölfar þátttöku með Englandi á HM 2022 í Katar.

Phillips, sem leikur nú á láni hjá West Ham United, viðurkenndi í samtali við The Guardian á dögunum að ummæli Guardiola hafi haft slæm áhrif á sjálfstraust hans.

„Já, mér þykir þetta leitt. Einu sinni á átta árum er ekki slæmt. En mér þykir þetta svo leitt, ég bið hann afsökunar,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi í gær.

„Ég talaði við hann áður en ég lét þessi ummæli falla. Það er aldrei þannig að ég tali ekki fyrst við liðið, eða leikmanninn í þessu tilfelli, áður en ég segi eitthvað hér,“ bætti spænski stjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert