Þríeyki Liverpool verður lengi frá

Diogo Jota verður frá í einhverja mánuði að sögn Jürgens …
Diogo Jota verður frá í einhverja mánuði að sögn Jürgens Klopps. AFP/Adrian Dennis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við því að Diogo Jota, Curtis Jones og Alisson verði allir lengi frá.

Jota meiddist á hné og Jones meiddist á ökkla í 4:1-sigri Liverpool á Brentford á laugardag og Alisson meiddist aftan á læri á æfingu degi fyrr.

„Í tilfelli Diogo mun það augljóslega taka einhverja mánuði. Hvað Curtis varðar þá skipta sumir dagar miklu máli þegar þú ert meiddur því enginn bregst nákvæmlega eins við meiðslum.

Þetta veltur líka á sársaukastigi þeirra. Ég gæti ekki gefið ykkur nákvæma tímalínu jafnvel þó ég vildi. Þannig er það,“ sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

Bætti hann því við að Jota, Jones og Alisson verði allir frá um skeið.

Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai eru enn frá vegna meiðsla og sagði Klopp þá vera að nálgast endurkomu þó þeir væru ekki byrjaðir að æfa að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert