Afleitur árangur Arsenal

Arsenal er meðal sigurstranglegri liða í Meistaradeildinni í ár.
Arsenal er meðal sigurstranglegri liða í Meistaradeildinni í ár. AFP/Ian Kington

Arsenal átti erfitt uppdráttar í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á árunum 2011-2017, en liðið var síðast í Meistaradeildinni 2017. 

Arsenal mætir Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Portúgal í kvöld. 

Arsenal vann einmitt Porto, samtals 6:2, árið 2010 og komst í 8-liða úrslit. Síðan þá hefur liðið ekki komist aftur í fjórðungsúrslit. 

Listinn

Árið 2011 tapaði liðið fyrir Barcelona samtals 4:3.

Árið 2012 tapaði liðið fyrir AC Milan samtals 4:3.

Árið 2013 tapaði liðið fyrir Bayern München samtals 3:3, en Bayern fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

Árið 2014 tapaði liðið fyrir Bayern München 3:1. 

Árið 2015 tapaði liðið fyrir AS Mónakó 3:3 samtals en Mónakó fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli. 

Árið 2016 tapaði liðið fyrir Barcelona samtals 5:1. 

Árið 2017 tapaði liðið fyrir Bayern München samtals 10:2. 

Síðan hefur Arsenal ekki leikið í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, fyrr en í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka