Fjögur í seinni hálfleik á Anfield (myndskeið)

Liverpool átti frábæran síðari hálfleik gegn Luton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og skoraði þá fjögur mörk.

Chiedozie Ogbene kom Luton óvænt yfir á 12. mínútu en eftir að Virgil van Dijk og Cody Gakpo skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum snemma í síðari hálfleik var Liverpool á flugi og þeir Luis Díaz og Harvey Elliott bættu við mörkum.

Elliott í sínum 100. leik með Liverpool.

Mörkin má sjá í myndskeiðinu en mbl.is sýnir mörkin í ensku úrvalsdeildinni í  samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert