Liverpool á eftir leikmanninum eftirsótta

Marc Guehi, til hægri, í leik Palace og Chelsea.
Marc Guehi, til hægri, í leik Palace og Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Liverpool fylgist náið með knattspyrnumanninum Marc Guehi, miðverði Crystal Palace. 

Guehi hefur verið lykilmaður í liði Crystal Palace undanfarin ár en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki meira en 150 leiki fyrir Palace og Swansea. 

Þá á Guehi, sem er 23 ára gamall, níu leiki að baki fyrir enska landsliðið og lék með öllum unglingalandsliðum Englands. Kemur Guehi frá frægu Chelsea-akademíunni. 

Samkvæmt enskum miðlum hefur Liverpool mikinn áhuga á að styrkja miðvarðastöðu sína og er Guehi talinn fyrsti kostur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert