Liverpool fær samkeppni frá Bayern

Xabi Alonso er eftirsóttur maður.
Xabi Alonso er eftirsóttur maður. AFP/Ina Fassbender

Í kjölfar þess að knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel yfirgefur Bayern München í sumar er strax farið að orða Xabi Alonso við félagið. 

Fyrr í dag tilkynnti Bayern að Tuchel muni yfirgefa félagið að yfirstandandi tímabili loknu. Lítið hefur gengið hjá Bayern á þessu ári en liðið er átta stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku 1. deildarinnar. 

Alonso stýrir einmitt Leverkusen en hann hefur verið mikið orðaður við Liverpool eftir að stjóri félagsins Jürgen Klopp tilkynnti að hann myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið. 

Nú er hins vegar Bayern einnig komið í myndina og sagt er að bæði félög munu reyna allt til að fá Alonso. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert