Mögnuð tölfræði Haalands

Norðmaðurinn Erling Haaland.
Norðmaðurinn Erling Haaland. AFP/Paul Ellis

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland hefur nú skorað gegn hverju einasta liði sem hann hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni. 

Með sigurmarki sínu gegn Brentford í gær hefur Norðmaðurinn skorað gegn öllum liðum sem hann hefur mætt, eða 21 liði. 

Aðeins Harry Kane hefur gert slíkt hið sama í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði mark gegn öllum sínum 32 mótherjum. 

Þá á Haaland eftir að leika gegn bæði Sheffield United og Luton á þessari leiktíð og ekki ólíklegt að hann bæti við mörkum þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert