Ólíklegt að lykilmenn Liverpool spili í kvöld

Mohamed Salah og Darwin Núnez.
Mohamed Salah og Darwin Núnez. AFP/Paul Ellis

Darwin Núnez og Mohamed Salah verða að öllum líkindum ekki með enska knattspyrnufélaginu Liverpool í kvöld þegar liðið tekur á móti Luton í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield í kvöld.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá þessu á blaðamannafundi en Núnez var tekinn af velli í hálfleik í 4:1-sigrinum gegn Brentford um síðustu helgi.

Salah verður að öllum líkindum hvíldur gegn Luton en hann snéri aftur á völlinn um síðustu helgi gegn Brentford eftir að hafa tognað aftan í læri í Afríkukeppninni með Egyptalandi í byrjun janúarmánaðar.

Liverpool situr sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 57 stig og hefur eins stigs forskot á Manchester City sem er í öðru sætinu með 56 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert