Skaut fast á blaðamann: Líf mitt er betra en þitt

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Paul Ellis

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester City, skaut fast á blaðamann í gær. 

Á blaðamannafundi eftir sigur City á Brentford, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni sat Guardiola fyrir svörum. 

Hann sagði að sem stjóri en ekki blaðamaður eigi hann aldrei að efast um Erling Haaland, markaskorara Manchester City, en hann tryggði City-liðinu sigur í gær. 

Stuttu síðar var Guardiola spurður hvað væri að því að vera blaðamaður. 

„Fyrir mig? Ég er knattspyrnustjóri, líf mitt er betra en þitt. Þess vegna vil ég vera stjóri en ekki blaðamaður,“ sagði Guardiola. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert