Tjáir sig um stöðuna á De Bruyne

Kevin De Bruyne sat allan gærdaginn á bekknum.
Kevin De Bruyne sat allan gærdaginn á bekknum. AFP/Paul Ellis

Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne sat allan tímann á bekknum í sigri Manchester City á Brentford, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Sigurmark City skoraði Erling Haaland á 71. mínútu leiksins en þá var De Bruyne ekki enn kominn inn á völlinn, sem vakti athygli. 

Eftir leik sagði Pep Guardiola að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli. „Ég vildi ekki taka neina áhættu. Hann hefur það gott. Fyrir leik lét hann læknana vita að eitthvað væri að, og við tókum enga áhættu,“ sagði spænski knattspyrnustjóri City. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert