Efstur á óskalista félagsins

Dominic Solanke fagnar marki.
Dominic Solanke fagnar marki. AFP/Glyn Kirk

Enski framherjinn Dominic Solanke er efstur á óskalista knattspyrnufélagsins West Ham. 

Solanke hefur farið á kostum í liði Bournemouth á tímabilinu og skorað 16 mörk í öllum keppnum. 

Þá er West Ham í mikilli leit að framherja samkvæmt enskum miðlum en David Moyes, stjóri félagsins, hefur mestmegnis þurft að nota Jarrod Bowen frammi, sem er kantmaður. 

West Ham er í níunda sæti deildarinnar með 36 stig og berst um Evrópusæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert