Grínaðist í Klopp: Spilaði gegn föður hans

Jürgen Klopp fagnar eftir leikinn í gær.
Jürgen Klopp fagnar eftir leikinn í gær. AFP

Rob Edwards, knattspyrnustjóri karlaliðs Luton, grínaðist í Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Liverpool vann leikinn, 4:1, en hinn ungi Jayden Danns kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik undir lok leiks. 

Eftir leik var Klopp hæstánægður með leikmanninn unga en þá kom Edwards upp að þeim tveimur og sagðist hafa spilað gegn föður hans. 

Faðir Jayden, Neil Danns var í akademíunni hjá Liverpool á sínum tíma en fór ungur til Blackburn. Kom hann víða við á Englandi en lék síðast með Macclesfield í utandeildinni. 

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert