Leikmaðurinn ungi ekki meira með

Aaron Ramsey meiddist illa í leik gegn Arsenal.
Aaron Ramsey meiddist illa í leik gegn Arsenal. AFP/Andy Buchanan

Enski knattspyrnumaðurinn ungi Aaron Ramsey leikur ekki meira með Burnley á tímabilinu en hann meiddist illa í leik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var. 

Arsenal vann leikinn, 5:0, en á 63. mínútu meiddist Ramsey illa og þurfti að fara af velli. 

Vincent Kompany, stjóri Burnley, staðfesti svo að leikmaðurinn verði frá út tímabilið. Mikill missir fyrir Burnley sem er í erfiðri stöðu í fallbaráttunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert