Liverpool er óvinurinn

Skilti af Sir Jim Ratcliffe.
Skilti af Sir Jim Ratcliffe. AFP/Paul Ellis

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu kaup Sir Jim Ratclif­fe á 25% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United á dögunum. 

Síðan þá hefur Ratcliffe komið fram í nokkrum viðtölum en hann á að sjá um knattspyrnumálin hjá félaginu. 

Telur hann að Manchester United eigi að bera virðingu fyrir Liverpool og Manchester City, en að þau séu óvinir félagsins. 

„Liverpool og Manchester City eru óvinir okkar. Ekkert myndi þóknast mér meira en að slá þau bæði af stalli sínum. 

Við getum auðvitað lært helling af þeim og virðingin er til staðar. En þau er samt óvinir okkar,“ sagði Ratcliffe í samtali við heimasíðu United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert