Slæmar fréttir fyrir Manchester United

Rasmus Höjlund fagnar marki.
Rasmus Höjlund fagnar marki. AFP/Darren Staples

Danski knattspyrnumaðurinn Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United, verður frá keppni í nokkrar vikur. 

Enskir miðlar greina frá en Daninn hefur spilað frábærlega með United-liðinu undanfarið og skorað í sex leikjum í röð. 

Höjlund mun þá missa af leik Manchester United og Fulham á morgun og svo sennilega útileikjunum gegn Nottingham Forest í bikarnum 28. febrúar og gegn Manchester City í deildinni þann 3. mars. 

Manchester United er í sjötta sæti ensku deildarinnar með 44 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert