Chelsea sló óeftirsóknarvert met

Virgil van Dijk í þann mund að tryggja Liverpool dramatískan …
Virgil van Dijk í þann mund að tryggja Liverpool dramatískan sigur. AFP/Glyn Kirk

Karlalið Chelsea í knattspyrnu tapaði í gær 1:0 fyrir Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir framlengdan spennuleik.

Með því sló Chelsea óeftirsóknarvert met. Liðið hefur nú tapað sex úrslitaleikjum á Englandi í röð og hefur ekkert félag fyrr eða síðar tapað svo mörgum í röð.

Frá og með árinu 2019 hefur Chelsea komist þrisvar sinnum í úrslitaleik deildabikarsins og þrisvar sinnum í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Síðustu þrír úrslitaleikir hafa tapast gegn Liverpool, tveir í deildabikarnum og einn í enska bikarnum. Mættust liðin tvisvar árið 2022.

Þar á undan hafði Chelsea tapað í enska bikarnum fyrir Leicester árið 2021, fyrir Arsenal í sömu keppni árið áður og fyrir Manchester City í deildabikarnum árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert