Fór á kostum í fyrsta sigri West Ham á árinu

Jarrod Bowen fagnar þriðja marki sínu ásamt Thomasi Soucek.
Jarrod Bowen fagnar þriðja marki sínu ásamt Thomasi Soucek. AFP/Glyn Kirk

Englendingurinn Jarrod Bowen stal senunni í sigri West Ham á Brentford, 4:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Bowen skoraði þrjú af fjórum mörkum West Ham sem vann sinn fyrsta leik á árinu í kvöld. 

Með sigrinum er West Ham komið í áttunda sæti deildarinnar með 39 stig en Brentford er í 16. sæti með 25 stig. 

Bowen skoraði fyrstu tvö mörk sín á fimmtu og sjöundu mínútu leiksins en Neal Maupay minnkaði muninn fyrir Brentford á 13. mínútu, 2:1. 

Bowen fullkomnaði þrennu sína á 63. mínútu og á 69. mínútu bætti Emerson við fjórða marki West Ham, 4:1. 

Yoane Wissa minnkaði muninn á ný, 4:2, á 83. mínútu en nær komst Brentford ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert