Gylfi: Er það ekki bara í lagi?

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarson í Vellinum á Símanum Sport á laugardaginn var. 

Félagarnir ræddu tap Manchester United fyrir Fulham, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 

„Antony, elsku kallinn. 90 milljónir punda, ekki mark, ekki stoðsending. Rasmus Höjlund ekki með en hann enn þá á varamannabekknum. 

Inn kemur Omari Forson, fæddur hið herrans ár 2004,“ sagði Tómas. 

„Er það ekki bara allt í lagi?“ skaut Gylfi inn í. „Jú, en hversu vond voru þessi kaup, þetta hlýtur að vera botninn í því,“ svaraði Tómas. 

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert