Gylfi: Þeir komust aldrei nálægt þeim

Í Vellinum á Símanum Sport á laugardag var rætt um öruggan sigur Arsenal á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um kvöldið.

Arsenal vann 4:1 og var sigurinn síst of stór.

„Þeir komust aldrei nálægt þeim. Arsenal byrjaði þetta bara á fullu gasi og þeir sjá aldrei til sólar, Newcastle-menn,“ sagði Gylfi Einarsson.

Umræður Gylfa, Bjarna Þórs Viðarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar um Arsenal og Newcastle má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka