„Krakkarnir hans Klopps gegn milljarða punda klúðrurum“

Táningarnir Lewis Koumas, Jayden Danns og Trey Nyoni stilla sér …
Táningarnir Lewis Koumas, Jayden Danns og Trey Nyoni stilla sér upp eftir sigur Liverpool í gær. Hinn 18 ára Danns kom inn á í leiknum. AFP/Glyn Kirk

Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi knattspyrnumaður, vandaði leikmönnum Chelsea ekki kveðjurnar eftir að liðið tapaði 0:1 fyrir Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær.

Neville kom inn á hve margir ungir leikmenn luku leiknum í liði Liverpool og nefndi hve illa Chelsea, sem hefur eytt yfir milljarði punda í leikmenn undanfarna 18 mánuði, spilaði í framlengingunni.

„Þetta eru krakkarnir hans Klopps gegn milljarða punda klúðrurum. Þessir leikmenn Chelsea munu sjá eftir þessari frammistöðu í framlengingunni í langan, langan tíma,“ sagði Neville meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert