Áfall fyrir Chelsea

Christopher Nkunku í baráttu við landa sinn Ibrahima Konaté hjá …
Christopher Nkunku í baráttu við landa sinn Ibrahima Konaté hjá Liverpool á sunnudag. AFP/Adrian Dennis

Franski knattspyrnumaðurinn Christopher Nkunku er kominn aftur á meiðslalistann hjá Chelsea eftir að hafa verið stóran hluta tímabilsins frá vegna meiðsla.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að Nkunku hafi meiðst og verði frá um þriggja til fjögurra vikna skeið.

Hann tók þó ekki fram um hvers lags meiðsli væri að ræða að þessu sinni enda sagði Pochettino engan vita nákvæmlega hvenær Nkunku hafi meiðst. Gengst hann undir frekar skoðanir á næstu dögum.

Sóknarmaðurinn missti af fyrri hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert