Haaland skoraði fimm

Erling Haaland skorar þriðja markið sitt í kvöld.
Erling Haaland skorar þriðja markið sitt í kvöld. AFP/Justin Tallis

Norski framherjinn Erling Haaland fór hamförum er ríkjandi bikarmeistarar Manchester City unnu 6:2-útisigur á Luton í úrvalsdeildarslag í 16-liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta í kvöld.

Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm fyrstu mörk Manchester City. Komu mörkin á 3., 18., 40., 55., og 58. mínútu.

Jordan Clark gerði bæði mörk Luton er hann minnkaði fyrst muninn í 3:1 og síðan í 3:2. Mateo Kovacic gerði síðasta mark City á 72. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka