Nýtti sitt víti gegn úrvalsdeildarliðinu

Arnór Sigurðsson skoraði úr víti.
Arnór Sigurðsson skoraði úr víti. AFP/Paul Ellis

Newcastle úr úrvalsdeildinni er komið í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir sigur á Blackburn úr B-deildinni á útivelli í kvöld. Réðust úrslitin í vítakeppni.

Anthony Gordon kom Newcastle yfir á 71. mínútu en Sammie Szmodics jafnaði á 79. mínútu og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því var farið í vítakeppni. Þar skoraði Newcastle úr fjórum spyrnum gegn þremur hjá Blackburn.

Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Blackburn fyrir seinni hálfleikinn í venjulegum leiktíma og skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni, en það dugði skammt.

Leicester úr B-deildinni er komið áfram í átta liða úrslit eftir 1:0-útisigur á Bournemouth úr úrvalsdeildinni. Abdul Issahaku skoraði sigurmarkið í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar, en staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert