Þarf að bæta frammistöðuna til að komast í liðið

Pep Guardiola og Jack Grealish á góðri stundu.
Pep Guardiola og Jack Grealish á góðri stundu. Ljósmynd/Manchester City

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir Jack Grealish þurfa að spila betur ætli hann sér að endurheimta byrjunarliðssæti sitt hjá liðinu.

Grealish hefur verið í aukahlutverki á yfirstandandi tímabili eftir að hafa verið í stóru hlutverki hjá Man. City þegar liðið vann þrefalt á síðasta tímabili.

„Hann er sami leikmaður, hann er með sama knattspyrnustjóra og leikstíll hans hefur ekkert breyst.

Þetta snýst einungis um hvernig hann hefur staðið sig. Þar liggur munurinn,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi í gær.

Grealish, sem var keyptur á 100 milljónir punda frá Aston Villa sumarið 2021, hefur aðeins byrjað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og kom sá síðasti á síðasta ári, þann 30. desember gegn Sheffield United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert