Á spítala eftir fall úr stúkunni

Stuðningsmenn Leeds voru í miklu stuði.
Stuðningsmenn Leeds voru í miklu stuði. AFP/Glyn Kirk

Stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Leeds féll úr stúkunni er liðið heimsótti Chelsea í 16-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.

Chelsea vann leikinn á Stamford Bridge, 3:2, en mikið stuð var hjá stuðningsmönnum Leeds. 

Mateo Joseph kom Leeds yfir á átt­undu mín­útu leiks­ins og varð allt vitlaust í stúkunni hjá stuðningsmönnum Leeds. 

Endaði það með því að einn af stuðningsmönnum liðsins datt úr henni og var um neyðartilvik að ræða. 

Læknateymi og lögreglumenn umkringdu manninn og var hann síðar tekinn af vellinum á börum, og upp á spítala. Ekki er ljóst hver staða mannsins sé, en leikurinn hélt áfram. 

Bæði félög staðfestu í kjölfarið að atvikið hefði átt sér stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert