Casemiro stangaði United í leik gegn Liverpool

Casemiro fagnar sigurmarki sínu.
Casemiro fagnar sigurmarki sínu. AFP/Oli Scarff

Brasilíumaðurinn Casemiro sá til þess að Manchester United mæti Liverpool í 8-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 

Manchester United vann Nottingham Forest, 1:0, á City Ground í Nottingham. 

Sigurmark Casemiro kom á 89. mínútu leiksins er hann stangaði fyrirgjöf Bruno Fernandes í netið. 

Manchester United mætir því Liverpool á Old Trafford í Manchester helgina 16.-17. mars. 

Wolves fær Coventry í heimsókn

Wolves vann þá sterkan sigur á Brighton, 1:0, á Molineux-vellinum í Wolverhampton í kvöld. 

Sigurmark Úlfanna skoraði Mario Lemina á annarri mínútu leiksins en Wolves mætir Coventry á sínum heimavelli í 8-liða úrslitunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert