Salah búinn að skrifa undir í Sádi-Arabíu?

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP/Adrian Dennis

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Mido, sem lék um skeið í ensku úrvalsdeildinni, fullyrðir að landi sinn Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, sé búinn að skrifa undir samning við félag í Sádi-Arabíu.

Báðir eru þeir frá Egyptalandi.

„Mohamed Salah verður í Sádi-Arabíu á næsta tímabili. Búið er að undirrita samninga þess efnis,“ skrifaði Mido á X-aðgangi sínum.

Salah er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2025 og sé það sem Mido fullyrðir satt má reikna með því að sádiarabíska félagið sem um ræðir þurfi að reiða fram háa upphæð til að festa kaup á markahróknum.

Liverpool hafnaði til að mynda 150 milljóna punda, 25 milljarða íslenskra króna, tilboði frá Al-Ittihad í september síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert