Í fyrsta sinn í sögu Liverpool

Jayden Danns fagnar síðara marki sínu í gærkvöldi.
Jayden Danns fagnar síðara marki sínu í gærkvöldi. AFP/Paul Ellis

Táningarnir Lewis Koumas og Jayden Danns skráðu sig í sögubækur Liverpool þegar þeir komust báðir á blað í 3:0-sigri á Southampton í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi.

Báðir eru þeir aðeins 18 ára gamlir og var þetta í fyrsta sinn í 132 ára sögu félagsins sem tveir leikmenn 18 ára eða yngri skora í sama leik fyrir aðalliðið.

Liverpool heimsækir erkifjendurna í Manchester United í átta liða úrslitum bikarkeppninnar um miðjan næsta mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert