Keyrði fullur á öfugum vegarhelmingi

Hamza Choudhury.
Hamza Choudhury. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Hamza Choudhury, leikmaður B-deildarliðsins Leicester City, var í dag sektaður um 20 þúsund pund fyrir ölvunarakstur.

Choudhury var stöðvaður af lögreglu þann 19. janúar síðastliðinn er hann keyrði Range Rover-bifreið á öfugum vegarhelmingi.

Kom þá í ljós að hann væri með tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu.

Ásamt því að vera sektaður um pundin 20 þúsund verður hann einnig próflaus í hálft fjórða ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert