Ósáttur ten Hag vill afsökunarbeiðni

Erik ten Hag ósáttur.
Erik ten Hag ósáttur. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur við uppátæki fjölmiðlateymis Fulham, en Fulham vann 2:1-útisigur á United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var.

Eftir leik birti félagið myndband á TikTok þar sem það gerir grín að portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes hjá United, þegar hann liggur eftir meiddur. Vildi fjölmiðlateymi Fulham meina að um leikaraskap væri að ræða.

„Ég vissi þetta ekki en það er ekki gott ef félög eru með svona yfirlýsingar. Þetta er ekki rétt og félagið ætti að biðjast afsökunar,“ sagði ten Hag á blaðamannafundi í dag.

Fulham svaraði ten Hag með yfirlýsingu þar sem kom fram að félagið hafi ekki ætlað að móðga neinn með birtingu myndbandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert