Ítalinn eftirmaður Klopps?

Roberto De Zerbi gæti tekið verið Liverpool.
Roberto De Zerbi gæti tekið verið Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Ítalinn Róberto De Zerbi er einn af þeim sem kemur til greina sem eftirmaður Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. De Zerbi hefur vakið athygli fyrir góðan árangur með Brighton síðan hann tók við liðinu í september árið 2022.

The Guardian greinir frá að Liverpool sé með augastað á De Zerbi. Aðalskotmark Liverpool er þó enn Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður liðsins og núverandi stjóri Leverkusen í Þýskalandi.

Liverpool er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alonso, en hann hefur einnig verið orðaður við Bayern München þar sem hann var sömuleiðis leikmaður á sínum tíma. Fari svo að Alonso kjósi Bayern fram yfir Liverpool, gæti enska félagið ráðið De Zerbi í staðinn.

Rúben Amorim og Julian Nagelsmann hafa einnig verið orðaðir við starfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert