„Keyrði næstum því út af“

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United.
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United. AFP/Justin Tallis

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, viðurkennir að hann hefði helst viljað sleppa við að dragast gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni.

Newcastle heimsækir ríkjandi bikarmeistara Man. City í átta liða úrslitum bikarsins um miðjan mánuðinn.

„Ég var akandi þegar var dregið og ég keyrði næstum því út af. Þetta var ekki viðureignin sem við hefðum viljað.

Það vill enginn spila við Manchester City fjórum sinnum á einu tímabili,“ sagði Howe á fréttamannafundi í morgun.

Þarft að vinna City á einhverjum tímapunkti

„En þegar maður greinir þetta þá held ég að maður átti sig á því að til þess að vinna ensku bikarkeppnina þarftu líklega að vinna Manchester City á einhverjum tímapunkti.

Við þurfum bara að gera það fyrr en við hefðum vonast eftir. Við verðum að leggja okkur alla fram til þess að reyna að vinna. Það verður erfitt en við verðum að hafa trú á því að við getum það,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert