Liverpool endurheimtir tvo

Darwin Nunez verður líklega með Liverpool á ný á morgun.
Darwin Nunez verður líklega með Liverpool á ný á morgun. AFP/Paul Ellis

Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai gætu komið aftur inn í lið Liverpool þegar það sækir Nottingham Forest heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Þeir hafa misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla en Jürgen Klopp knattspyrnustjóri sagði á fréttamannafundi í gær að þeir hefðu æft með liðinu í gær og síðan yrði að koma í ljós hvernig þeir brygðust við því.

Hann útilokaði heldur ekki að Wataru Endo og Andy Robertson gætu æft í dag en Endo var kominn á hækjur eftir úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea um síðustu helgi og Robertson hefur glímt við veikindi.

Klopp stillti upp mjög ungu liði í úrslitaleiknum gegn Chelsea en kvaðst vonast til að geta verið með fleiri af fastamönnum sínum í leiknum á City Ground á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert