Mögnuð mynd af nýjustu hetju Liverpool

Jayden Danns fagnar marki gegn Southampton.
Jayden Danns fagnar marki gegn Southampton. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn ungi Jayden Danns stal senunni er Liverpool vann 3:0-heimasigur á Southampton í enska bikarnum á miðvikudaginn var.

Danns kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og stundarfjórðungi síðar var hann búinn að skora tvö mörk. Ekki eru nema tæp tvö ár síðan hann var boltasækir á leikjum Liverpool-liðsins.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Danns fagna marki Liverpool á hliðarlínunni, þar sem hann er í hlutverki boltasækis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert