Salah ekki klár í slaginn

Mo Salah hefur misst af síðustu leikjum Liverpool.
Mo Salah hefur misst af síðustu leikjum Liverpool. AFP/Adrian Dennis

Egypski knattspyrnumaðurinn Mo Salah verður ekki með Liverpool er liðið leikur við Nottingham Forest á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Salah hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki klár í slaginn, en hann lék síðast gegn Brentford 17. febrúar síðastliðinn.

„Það er ekki langt í Salah, en hann er ekki klár á morgun. Kannski í næstu viku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert