Alla jafna er ég stífdekkaður

Virgil van Dijk með deildabikarinn á Wembley.
Virgil van Dijk með deildabikarinn á Wembley. AFP/Glyn Kirk

„Alla jafna er ég stífdekkaður, jafnvel af tveimur mönnum – enda er ég einn af þeim sem miðað er á. Mitt hlutverk er að reyna að losa mig og vinna svolítið svæði. Allt snýst um gæðin í hornspyrnunni og það að losa sig – þetta tvennt vinnur saman – og í síðustu leikjum hefur þetta verið upp á 10.“

Þetta sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins eftir sigurinn á Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins um liðna helgi. Hann hafði verið beðinn um að útskýra taktíkina á bak við skallana sína en hann hefur í ófá skipti skorað með þeim hætti fyrir Liverpool.

Sigurmarkið gegn Chelsea var hluti af því leikkerfi. „Ég vissi að boltinn myndi koma á nærstöngina, fyrir framan Mudryk, og þá þarf að skalla hann vel. Það tókst að þessu sinni.“

Van Dijk skorar sigurmarkið gegn Chelsea.
Van Dijk skorar sigurmarkið gegn Chelsea. AFP/Glyn Kirk


Van Dijk telur að Chelsea hafi greint næsta leik Liverpool á undan, þar sem hann skoraði líka með kollspyrnu. „Þeir hafa ábyggilega skoðað Luton-leikinn og auðvitað reyna þeir að leysa málið með öðrum hætti, eins og skipta um mann á mér á síðustu stundu. En maður þarf alltaf að fá boltann á réttum stað og tímasetningin á hlaupinu þarf að vera góð; allt þarf að smella saman. Til allrar hamingju tókst það tvisvar í þessum leik og seinna markið taldi.“

Nánar er rætt við van Dijk í Sunnudagsblaðinu. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert