Frakkinn hetjan í miklum markaleik

Aston Villa vann í fimm marka leik.
Aston Villa vann í fimm marka leik. AFP/Paul Ellis

Lucas Digne var hetja Aston Villa er liðið vann 3:2-útisigur á Luton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Frakkinn skoraði sigurmarkið á 89. mínútu. Ollie Watkins kom Villa í 2:0 með mörkum á 24. og 38. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Tahit Chong og Carlton Morris svöruðu fyrir Luton á 66. og 72. mínútu, 2:2, en Digne átti lokaorðið og tryggði Villa þrjú stig.

Villa er í fjórða sæti með 55 stig. Luton er í 18. sæti með 20 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert