Klopp tjáir sig um stöðu leikmannsins

Alisson, markvörður Liverpool.
Alisson, markvörður Liverpool. AFP/Ben Stansall

Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði stuðningsmönnum Liverpool slæmar fréttir. 

Einn besti markvörður heims Alisson, sem ver mark Liverpool, verður frá lengur en ætlast var. 

„Alisson er að glíma við alvarleg meiðsli, það er ekki stutt í hann. Við vitum ekki hvenær hann kemur til baka en meiðslin eru alvarleg,“ sagði Klopp en bætti þó við að hann ætti að geta tekið þátt undir lok tímabilsins. 

Liverpool er í fyrsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 60 stig, stigi meira en Manchester City og tveimur stigum meira en Arsenal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka