Ótrúlegur sigur Liverpool í Skírisskógi

Darwin Núnez fagnar sigurmarkinu ásamt liðsfélögum sínum í Liverpool.
Darwin Núnez fagnar sigurmarkinu ásamt liðsfélögum sínum í Liverpool. AFP/Paul Ellis

Liverpool vann ótrúlegan sigur á Nottingham Forest, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á City Ground í Nottingham í dag. 

Eftir leikinn er Liverpool í efsta sæti deildarinnar með 63 stig og er nú fjórum stigum á undan Manchester City sem er í öðru sæti og á leik til góða. Nottingham Forest er í 17. sæti með 24 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Sigurmarkið skoraði Darwin Núnez á níundu mínútu uppbótartímans. Þá stangaði hann fyrirgjöf Alexis Mac Allister í netið og tryggði Liverpool sigurinn. 

Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik en í þeim síðari fóru liðin að ógna meira. Liverpool hélt mestmegnis boltanum en Forest-menn áttu hættulegar skyndisóknir. 

Sigurinn gæti reynst afar dýrmætur en Liverpool verður í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið fær Manchester City í heimsókn þarnæsta sunnudag.

Conor Bradley stekkur manna hæst.
Conor Bradley stekkur manna hæst. AFP/Paul Ellis
Nottingham F. 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Átta mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka