Eiður Smári: Gleymum því að dómarinn er mannlegur

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­an­um Sport. 

Þau ræddu um markið sem Liverpool skoraði gegn Nottingham Forest í uppbótartíma eftir mistök dómarans. Það var eina markið í leiknum og Liverpool tók öll þrjú stiginn og er á toppi deildarinnar.

„Það eiga að vera einhvers konar tímamörk á það hversu langt aftur í tímann við förum, þrátt fyrir að dómarinn hafi gert mistök. Við erum aðeins að gleyma því að dómarinn er bara mannlegur og gerir mistök eins og leikmenn og allir, hvort sem það er á hliðarlínunni eða inni á vellinum,“ sagði Eiður Smári.

Umræður þeirra má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert