Eiður Smári: Miklu verra fyrir Pochettino en Klopp

Eiður Smári Guðjohnsen, sem eftirminnilega spilaði með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu telur stuðningsmenn Chelsea ekki finna tengingu við Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra liðins.

Pochettino hefur breytt uppstillingu liðsins sem og byrjunarliðinu mikið og Eiður telur hann ekki hafa fundið það út hvernig hann vill spila.

Chelsea tapaði svo úrslitaleiknum í deildarbikarnum gegn Liverpool á dögunum en Eiður Smári telur að tapið hefði ekki verið jafn dýrkeypt fyrir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.

„Að tapa þessum úrslitaleik var miklu verra fyrir Mauricio Pochettino heldur en nokkurn tímann fyrir Klopp,“ sagði Eiður Smári.

Umræðuna má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert