Ótrúlegur munur á Manchester-liðunum

Manchester-liðin hafa fagnað misgóðum árangri undanfarin tíu ár.
Manchester-liðin hafa fagnað misgóðum árangri undanfarin tíu ár. AFP/Samsett mynd

Manchester City og Manchester United eigast við í stórleik helgarinnar á Ethiad-vellinum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. 

Fyrir leikinn tók SkySports saman tölfræði beggja liða eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri United árið 2013. 

Síðan þá hefur Manchester City verið langbesta lið Englands en United hefur ekki komist nálægt Englandsmeistaratitli. 

Á þessum ellefu árum hefur Manchester City verið sex sinnum Englandsmeistari. Þá hefur City unnið 17 bikara en United aðeins fjóra. 

City hefur síðustu tíu tímabil endað fyrir ofan United og virðist fátt benda til þess að það verði ekki endurtekið í ár. 

Þá hefur City-liðið unnið 34 leiki með fimm mörkum eða meira en United hefur unnið aðeins einn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka