Skýr skilaboð Rashfords

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford sendi frá sér skýr skilaboð í viðtali við enska miðilinn The Players Tribune. 

Rashford verður að öllum líkindum í liði Manchester United sem mætir Manchester City á útivelli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:30 í dag.

Englendingurinn, sem er með stærri stjörnum Manchester United, hefur ekki átt gott tímabil eftir frábært tímabil í fyrra.

Í samtali við enska miðilinn voru skilaboðin þó skýr. „Ef þú styður mig, flott. Ef þú dregur getu mína í efa, enn betra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka