Stórkostlegt mark Rashfords (myndskeið)

Marcus Rashford kom Manchester United yfir á áttundu mínútu leiksins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Var markið stórglæsilegt en Rashford fékk boltann frá Bruno Fernandes og hamraði honum í fyrsta, sláin inn. 

Staðan er enn 1:0 eftir rúman hálftíma leik en leikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert