Svíinn á leið til Arsenal?

Viktor Gyökeres hefur verið óstöðvandi með Sporting í vetur.
Viktor Gyökeres hefur verið óstöðvandi með Sporting í vetur. AFP/Patricia de Melo Moreira

Enska knattspyrnufélagið Arsenal mun freista þess að kaupa sænska framherjann Viktor Gyökeres af Sporting Lissabon í Portúgal í sumar.

Þetta segja portúgalskir fjölmiðlar í dag.

Gyökeres, sem er 25 ára gamall, átti frábært tímabil með Sporting og skoraði 32 mörk í 35 leikjum í öllum mótum með liðinu en hann var keyptur af enska B-deildarfélaginu Coventry City síðasta sumar.

Gyökeres er uppalinn hjá Brommapojkarna í Stokkhólmi og fór þaðan til Brighton á Englandi en spilaði aldrei með liðinu heldur var lánaður til St. Pauli í Þýskalandi og til Swansea og Coventry í ensku B-deildinni. Hann gekk síðan til liðs við Coventry þar sem hann skoraði 41 mark í 110 leikjum í B-deildinni. 

Hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum fyrir Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert