Ótrúlegur uppbótartími í Lundúnum

Rasmus Höjlund trúir var eigin augum eftir að Brentford jafnaði.
Rasmus Höjlund trúir var eigin augum eftir að Brentford jafnaði. AFP/Justin Tallis

Brentford og Manchester United skildu jöfn, 1:1, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Komu bæði mörkin seint í uppbótartíma.

United er í sjötta sæti með 48 stig og Brentford í 15. sæti með 27 stig.

Brentford var töluvert sterkari aðilinn stóran hluta leiks og setti boltann fjórum sinnum í tréverkið á marki United.

Ivan Toney slapp einn í gegn á 24. mínútu en skaut í stöng, Zanka Jörgensen skallaði í slá á 32. mínútu, Youane Wissa skaut í stöng á 58. mínútu og Bryan Mbuemo negldi boltanum í slána á 78. mínútu.

Ivan Toney sækir að marki Manchester United. Victor Lindelöf er …
Ivan Toney sækir að marki Manchester United. Victor Lindelöf er til varnar. AFP/Justin Tallis

United fékk fá færi en Rasmus Höjlund fékk þó úrvalsfæri til að skora fyrsta markið á 54. mínútu er hann slapp einn í gegn en Mark Flekken í marki Brentford varði stórkostlega frá honum.

Var staðan því markalaus fram að sjöttu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Mason Mount skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið fjær eftir sendingu frá Casemiro.

Bjuggust þá flestir við útisigri Manchester-liðsins en Kristoffer Ajer jafnaði á níundu mínútu uppbótartímans með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Toney og þar við sat.

Brentford 1:1 Man. United opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti níu mínútur í uppbótartíma. Þær verða sennilega fleiri, því Maupay og Dalot eru enn að fá aðhlynningu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert